Thursday, October 09, 2008

Bréf til Mömmu

(Blogglesendur, þetta er bréf til Mömmu minnar en mér finst að allir sem ég elska eigi að fá þessi skilaboð frá mér líka =) you know who you are ;P hehehe)


Sæl Mamma mín :) ótrúlega falleg skilaboð og þú skalt fá að vita það að ég elska þig líka!
Ég hef engar áhyggjur, hvernig svo sem braggast úr þessu þá er þetta upphaf nýrra hluta í heiminum, þessi kreppa er um allan heimin og mun valda því að við þurfum sem HEIMSBÚAR að standa saman, skrefi nær heimsfriði! Ameríka mun kjósa Obama að öllum líkindum sem mun vera upphaf nýrrar aldar hjá Ameríku þar sem það er ekki morðóður fáviti í stjórn heldur rétthugsandi minnihluta maður :) Þetta er æðislegt! Ef við þjáumst vegna kreppunar mun það bara kenna okkur nýja hluti um sjálfa okkur og láta okkur einblína á hluti sem skipta máli í lífinu, eitthvað annað en pening pening pening. Jólin Verða yndisleg þar sem við munum ákveða að gefa engar gjafir heldur að nýta þann pening sem við höfum til að vera saman og borða góðan mat og njóta nærveru hvors annars. Ef ég fæ að halda áfram í skólanum þá mun ég bara vera ennþá þakklátari fyrir tækifærið og mun einbeita mér betur og vinna einlægt að honum og ef ekki þá mun það hvetja mig til að leita á ný mið til að öðlast þá þekkingu sem ég þarfnast. Mikilvægasta og magnaðasta listin sem hefur verið sköpuð í heiminum hefur alltaf sprottið uppúr þjáningu og erfileikum þannig að ég vona bara að ég geti orðið hluti af nýrri listbiltingu! :D

Ekki hafa áhyggjur af mér mamma, ég hef fulla trú á því að heimurinn batnandi fari þegar hann missir traustið á peningum.

Ég er hamingjusamur og ég ætla að gera mitt fyrir heimin :)

Ég elska þig og sendu ástarkveðjur, knús og kossa til allra heima (þá meina ég segðu við hvert og eitt þeirra "Hafsteinn Elskar þig"

~Bjartsýnn Haffi

1 comment:

Unknown said...

Æ, rúsínan mín! Risaknús, gott það eru ekki allir að tapa vitinu þó á móti blási...

Ástarkveðjur frá Höllu kisu, sem á engan pening hvort sem það er kreppa eða ekki :D